án titils
Á lífinu missti ég tök
Er Bakkusar féll ég í vök
Því stjórn hans er hörð
Stór heggur hann skörð
Margt ólánið er hans sök

Á hraðbraut til Helvítis ók
Og áfram ég neysluna jók
Myrkrið það ríkti
Og martraðir ýkti
Paranoian mig skók

Í myrkrinu var engin týra
Ég reyndi mig niður að gíra
En aldrei það tókst
Og firringin jókst
Samt hélt ég mig vera að stýra

Svo fann ég minn æðri mátt
Ég skynjað´ann á minn hátt
Eftir áralangt mók
Loks leiðsögn ég tók
Og sjálfa mig tók í sátt

Þótt múrinn mér virðist um megn
Ég ætla að komast í gegn
Ef ekki ég þreytist´
Að lokum ég breytist
Í fullgildan þjóðfélagsþegn

Oft lífið er erfitt og grátt
Til framkvæmda skortir mig mátt
En eitt þó ég veit
Að í dag er ég streit
Ég stefni í rétta átt
 
neo
1974 - ...
16.11.95


Ljóð eftir neo

Söknuður
JP
amma
Harpa
Bæn
Afi
Afi
fósturjörð
vísa (m&p)
vísa (Ragna)
vísa (mamma)
vísa (pabbi)
Spegillinn
án titils
Endir án upphafs?
?
án titils
þú
vísa f. Símon bróðir