Úr myrku djúpi
Draum úr myrku djúpi skanna
dragast skýin sólu frá
djúpt í móðu minninganna
mömmu og pabba er ég hjá.
Fram í dalsins fögru hlíðum
ferðalag um draumalönd
sumardvöl í sveitinni tíðum
sælutíð þá fór í hönd.
Lítill fugl við lækinn hjalar
lóan syngur dirrindí
kýrnar baula og kisan malar
kærleiksfaðmi er ég í.
Þakklátur er ömmu og afa
ungur fékk ég ást hjá þeim
lífs í nesti létu mig hafa
loforð guðs um betri heim.
HarHar