

Fallega á þig sólin skín
sælueyjan er í minni
er ég leit í augun þín
ungur varð í annað sinni.
Víst mér þótti vænt um þig
vanga þinn strauk með höndinni
ung og fögur þú fangaðir mig
flatmagandi á ströndinni.
Brúnu augun brostu þín
brimið söng um himingeiminn
dásamleg sem drottning mín
dróstu mig inn í töfraheiminn.
Lífið allt svo lifandi var
leið í örvandi straumi
ánægjustund ég átti þar
uns ég vaknaði af draumi.
HarHar
sælueyjan er í minni
er ég leit í augun þín
ungur varð í annað sinni.
Víst mér þótti vænt um þig
vanga þinn strauk með höndinni
ung og fögur þú fangaðir mig
flatmagandi á ströndinni.
Brúnu augun brostu þín
brimið söng um himingeiminn
dásamleg sem drottning mín
dróstu mig inn í töfraheiminn.
Lífið allt svo lifandi var
leið í örvandi straumi
ánægjustund ég átti þar
uns ég vaknaði af draumi.
HarHar
ort á sælueyjunni Ko Samui á Thailandi.