í nótt
Lokaðu fyrir mig augunum
og finndu hendur mínar
leita að andardrætti sálar þinnar,
svæfðu efa dagsins
í snertingu verkfæra hugans,
leystu þínar syndir frá skildum sínum
og leyfðu þeim að njóta sín
í unaði væntinga minna,
finndu fingur mína
leika upp eftir þrám nautna þinna,
niður eftir líkama þínum,
leyfðu mjúkum straumi kossa minna
að skjóta rótum í skúmaskotum
minninga þinna,
lokkaðu hlýju líkama míns
inn um glugga gleði þinnar,
og elskaðu mig eina nótt,
elskaðu mig heila nótt,
og á morgun
þegar sólin dreifir gulli sínu
yfir kofa mannkynsins,
efastu þá um sannleika
tjáninga tilfinninga minna,
vertu þá farin.  
Hörður S. Dan.
1977 - ...


Ljóð eftir Hörð

án titlils
hmm
í nótt
kona
kvöldbæn
Stund
Á röltinu meðfram miklubraut
Kraftaverk
samviska meðalmannsins
kæri veruleiki
Veruleikinn
vertu bless vinan
blikk
Ástleitnar pælingar
Dúr
Ég og þú
Hrollur hjartans
ást í veseni
Um þunglyndi
Óður til heilans
stöðugt andartak
hik
Þessvegna tala ég með hjartanu
Smá stund fyrir sjálfsmorð
heimsins minnsta ástarsamband
Gull í formi gæsar
dagur II
Mín kaldhæðna smásál
Pælingar
duttlúngar dimmunar
Minningar
Mót
Í minningu