ódæði
Skemmtum okkur við stóra steina
sjáum síðan unga eina.
Að klettabrún náum þá að hræða
niður kletta sjáum við þá æða.
Eftir stund ei sjáum neina.

Silumst að sillu það var siður
snöggt við litum þangað niður.
Náföl í framan og niðurlút
nú líf þessa unga hafði fjarað út.

Fuglinn flýgur niður fjörðinn
fýkur frá vegi förnum.
Börn hans liggja við klettabörðin
bönuð í morgun af börnum.  
prins
1980 - ...


Ljóð eftir prins

upprisa
ódæði
englaryk
reikull
andlaus
orð
þreytumerki
ljóð ljóðanna
ást
látleysi
tóm
dauði
sumar
sólstafir
pUlsur
heimasvæði
Lífið er eyrnapinni
uppreisn