litla stúlkan og frjálshyggjumaðurinn
,,skórnir eru alltof litlir”
sagði stúlkan við afgreiðslumanninn
og hann rétti henni hattinn sinn og mælti:
,,taktu hár úr hatti mínum og leggðu það á jörðina
og upp munu rísa skógar alsgnætta
rennandi gullár
stöðuvötn af gosdrykkjum
og bleik ský munu þekja himininn”
stúlkan starði á manninn með litlu fallegu bláu augunum sínum og sagði:
,,en mig vantar bara skó svo ég fái ekki blöðrur á fæturna”
 
Sigurgeir F
1977 - ...


Ljóð eftir Sigurgeir F

Draumur
rauðir dropar
logn
Þyrnirós
Modern life is rubbish
fljúgðu maður, fljúgðu sjálfur
stundargaman
litla stúlkan og frjálshyggjumaðurinn
Sumarið er tíminn