Eyði
Ég veit ekki hvað það er,
samt skynja ég það.
Tómleikann,
einmanaleikann,
eyðimörkina innra með mér.
Áður var hún grasi gróin,
þar spruttu litfögur blóm,
sem fögnuðu hverjum nýjum degi,
fullum af birtu og yl.
Þar til blómin tóku að visna,
ský dró fyrir sólu,
og endalaus köld auðnin tók við.
samt skynja ég það.
Tómleikann,
einmanaleikann,
eyðimörkina innra með mér.
Áður var hún grasi gróin,
þar spruttu litfögur blóm,
sem fögnuðu hverjum nýjum degi,
fullum af birtu og yl.
Þar til blómin tóku að visna,
ský dró fyrir sólu,
og endalaus köld auðnin tók við.
31/01/04