Hispurslaus ræðuhöld
Að tala og tala
endalaust um allt og ekki neitt
Spillingu verður að fela
Þingmaður getur því ekki breytt

Hann vaggar sér í púltinu háa
og mælir með miklum orðaforða
Hvað verður um góða páfa
sem fastar og vill ekkert borða

Hann leggur áherslu á orðin
og bendir út í sal
Heldur hispurlaus ræðuhöldin
Einhver tekur frammí
Þetta er eintómt hanagal

Nú byggjum við upp borgina okkar
og skipuleggjum allt uppá nýtt
Uppá pallborðið spilin stokkar
svo borgarbúar húsnæði geta prýtt

Nýja tónleikahöll mun rísa
eins og kastali
Ljóskastalar munu hana upp lýsa
á aldarafmæli

Byggjum upp landið svo stolt sé af
með hugsjónarstarfsemi
Netin á togara skellt í kaf
hefur það haffærisskírteini ?

Landið byggist upp á öldinni okkar
og verður framtíð erfingjanna
Ráðherra með brögðum í þinginu skrökvar
í ávarpi til allrar þjóðarinnar





















 
Skriðjökull
1976 - ...


Ljóð eftir Skriðjökul

Vetrarhamfarir
Eskimóinn hugrakki
Eldur í Þjóðarbókhlöðunni
Fyrir fróðleiksfúsa
Heilbrigðiskerfið
Þingmannseðli
Gufuskipið Geysir
Orðhákurinn
Lukkunnar pamfíll
Að fá sér í nefið
Fuglinn í fjörunni
Örninn í hreiðrinu
Guðspjalla maðurinn
Undanfari árangurs
Barrokk PERLAN
Fundin PERLA Í PORTÚGAL
Arcangelo Corelli / barokk
Hispurslaus ræðuhöld
Stórfiskaleikur
George Frideric Handel / barrok
Barrokk tímabilið / framhald
Henry Purcell / Baroque
Hirðfíflið
Votlendissvæði friðlýst