Ennþá er allt í lagi
Stendur á brúninni,
svitinn perlar á enninu
tárvotar kinnarnar,
rauðar sem logandi eldur.

Þú hugsar, reynir að hugsa
en hugsanirnar flækjast saman,
hnýtast saman,
renna saman í eitt.

Sársaukinn í brjóstinu, hjartanu,
sársaukinn í sálinni,
svíður, stingur,
kvelur þig
og étur upp að innan.

Þú klemmir aftur augun,
tekur eitt skref fram á við
fellur niður,
hrapar..

..Ennþá er allt í lagi..  
Bergþóra
1986 - ...
09/02/04 samið eftir að ég sá franska bíómynd sem heitir "hatur" þar sagði einn sögu af manni sem framdi sjálfsmorð með því að stökkva fram af hárri byggingu. Alla leiðina niður tautaði hann við sjálfan sig "ennþá er alltí lagi, ennþá er allt í lagi".
og hann sagði að svona væri lífið..


Ljóð eftir Bergþóru

Ævintýri
Fótspor
Saklaus
Tilfinning
Örvænting
Augnablik
Innilokuð
...
Stífla
Styrkur
Haust
Ákvörðun með smá hjálp
Kenndu mér..
Þú
Þín
Tónlist
Nálægð
Vögguvísa hafsins
Eyði
Strengjabrúða
Svört
Ástfangi
Fönix
Hugsanalestur
Ennþá er allt í lagi
Vinur
Frosin
Þörf
Saman
Engin orð
Að eilífu?
Leit
Smá
Augu
Tóm
Barátta