

Ég efast um ágæti þitt
kæri veruleiki
svo virðist sem öll þau loforð
sem ég sagðist svíkja
munu dafna í tilveru þinni
Ég efa tilveru þína
kæri veruleiki
spurði sjálfan mig í morgun
hvers vegna líf mitt væri
eins og það er
og týndi þér
Ég mótmæli sakleysi þínu
kæri veruleiki
vonarneistinn
dafnar svo vel
er þú ert fjarri
týndur í draumi
kæri veruleiki
svo virðist sem öll þau loforð
sem ég sagðist svíkja
munu dafna í tilveru þinni
Ég efa tilveru þína
kæri veruleiki
spurði sjálfan mig í morgun
hvers vegna líf mitt væri
eins og það er
og týndi þér
Ég mótmæli sakleysi þínu
kæri veruleiki
vonarneistinn
dafnar svo vel
er þú ert fjarri
týndur í draumi