Lífsganga
Lífs er stríðið stundum hart
streða lýðar beygðir,
aumra bíður ekki margt
af ótta og kvíða teygðir.

Lúmskur gjarnan lasprar hinn
lætur kvarnir flauma,
hæst vill gaspra heimskinginn
háðskur lastar auma.

Harmi sleginn, hugsun köld
haltra ég veginn þjáður,
áfram þreyi ævikvöld
í elli dey ég smáður.

Lífs í stríði styrkur þverr
straumur lífsins þagnar,
nóttin líður, niðjaher
nýju lífi fagnar.
 
Rúna
1960 - ...


Ljóð eftir Rúnu

Lífsganga
Til hans.
Lífssýn
Stormur
Stökur
Að kveldi dags.
Ást í draumi
Erfiljóð
Í nætureldingunni
Ástarljóð til elskunnar minnar.
Draumur
Á vonarvöl