Veðurspá ástarinnar
Fréttamaður talar:

Veðurspáin er ekki góð í dag.
Spáð er allsherjar rigningu frá morgni til kvölds.
-Skýjað með köflum.

Ekki er búist við sól á næstunni.
Búið ykkur undir storm,
storm vondra minninga.
Frost á bilinu 5-8°C
-Klæðið ykkur vel

...Flóð!!!Óveður í aðsigi!!!
HÖRFIÐ!!! HÖRFIÐ!!!
Bjargið ykk....

(þögn)

-Við stöðvum þessa útsendingu sökum veðurfars.
Við biðjumst velvirðingar.  
Tárið
1987 - ...


Ljóð eftir Tárið

Á báðum áttum
Innilokun
Hjálp
Ógleði
Brostið loforð
Í stríðu
Hjarta mitt í tvennt hann sagar
Mín versta martröð orðin að veruleika
Komdu og finndu mig
Sársaukinn mikli
Veðurspá ástarinnar
Lifum lífinu lifandi
Hnignun
Pæling?
Að eilífu..bless
Molnun
Feis
Tveir heimar
Dugnaðarforkur.
Aldrei mun ég gleyma
Bitin