Eftirsjá
I.
tindrandi skína á þræði tilverunnar
steinrunnin augnablik
einsog perlur úr plasti
marglit minningarbrot um kulnuð
hérumbil hefð’áttað
gömul næstumþví
II.
tækifæri sem hljóðlaust rann milli fingra
hvarf í svartan sandinn
syndir nú í bláum sjónum
skima eftir öðrum fiskum í þessum sjó
sem alltaf er talað um
að syndi í stórum torfum
bíði þess bjartir
að verða veiddir í net mitt
tindrandi skína á þræði tilverunnar
steinrunnin augnablik
einsog perlur úr plasti
marglit minningarbrot um kulnuð
hérumbil hefð’áttað
gömul næstumþví
II.
tækifæri sem hljóðlaust rann milli fingra
hvarf í svartan sandinn
syndir nú í bláum sjónum
skima eftir öðrum fiskum í þessum sjó
sem alltaf er talað um
að syndi í stórum torfum
bíði þess bjartir
að verða veiddir í net mitt