Er Guð til?
Hví vill fólk fara út í geim? Er það vegna þess, að því líður eins og það sé eitt í heiminum en vill það ekki?
Eða er það vegna þess að það vill að það sé annað fólk eins og það sjálft?
--
Þegar fólk deyr fer það þá til himna eða sekkur það niður í endalaust vonleysi alheimsins og stoppar aldrei?
Hvað er himnaríki? Er það sælustaður þar sem maður lifir vel eftir dauðann eða er það staður þar sem sálir manna eru hnepptar í endalausan þrældóm um alla eilífð?
--
Er þá helvíti eithvað verra en himnaríki? Eða jafnvel betra?
Voru þessar sögur um djöfulinn bara tilbúningur til að ná fólki til himna svo hægt væri að hneppa sálu þeirra í endalausan þrældóm? Er helvíti kannski himnaríki eða er himnaríki jafnvel helvíti, hver veit? Það veit aðeins sá sem hefur dáið.
--
Hvað er Guð? skapaði djöfulinn í sinni mynd og fór svo og skapaði djöfullinn manninn í sinni mynd? Það myndi breyta allri daglegri hugsun. Til hins betra?Það veit enginn. Til að komast að þessu þarf maður að deyja og þegar maður deyr er engum hægt að segja frá þessu nema þeim sem nú þegar eru dánir.
--
Ef Guð er til, hjálpar hann ekki þeim sjúku? Því ætti hann að hafa hjálpað einni þjóð fyrir langa löngu og svo hætt. Þetta stangast á við orð biblíunnar að Guð hjálpi hinum sjúka og fyrirgefi syndaranum.
--
Ef Guð fyrirgefur syndaranum til hvers er þá helvíti? Er það fyrir menn sem Guði líkaði ekki við í lífinu? Ef Jesú er hægri hönd Guðs þá hlýtur Guð að vera örvhentur því Guð færi ekki að runka sér með syni sínum. Hví er fólk að trúa á einhverja veru sem lætur náttúruhamfarir ríða á jörðinni og lætur stríð gossa eins og endalausa fossa lífsins í þessu endalausa ferðalagi mannsins.
 
Orgill
1986 - ...


Ljóð eftir Orgil

í iðrum jarðar
af hverju
ferðalag
ást
ástarljóð
líf
Hugsanir
pappírsræmur
eyða
guð
næturljóð
Ljóð
lifi fyrir þig
hús fiflið
Er Guð til?
rigning
Furður Heimsins
fryður er ekki til nema í orðum
jóla vísa stebba stuð