Hugarburður
Hikandi fór ég um helkalda strönd
hófför í sandinum rakti.
Sá ég hvar opnuðust sævarins lönd
sýnin mér lotningu vakti.
Birtist úr djúpinu bláfextur jór
brimið um lendarnar freyddi.
Fossaði um bringuna svellandi sjór
salthvíta ölduna sneiddi.
Nasirnar titruðu er nístandi hnegg
neistann í augunum slökkti.
Andartak blikaði á brúnir og skegg
brotsjórinn dýrinu sökkti.
hófför í sandinum rakti.
Sá ég hvar opnuðust sævarins lönd
sýnin mér lotningu vakti.
Birtist úr djúpinu bláfextur jór
brimið um lendarnar freyddi.
Fossaði um bringuna svellandi sjór
salthvíta ölduna sneiddi.
Nasirnar titruðu er nístandi hnegg
neistann í augunum slökkti.
Andartak blikaði á brúnir og skegg
brotsjórinn dýrinu sökkti.