

þú féllst af himnum
hrein hvít mjúk og ósnortin
en menn spilltu þér
gengu í þér
lituðu þig með þvagi sínu
mokuðu þér af veginum í stórar hrúgur
þar sem með tímanum frostið
breytti mjúku hörundi þínu í gler
grjótinu af götunni rigndi yfir þig
og svipti þig þeim hreinleika sem eftir var
og nú þegar ég sé þig í þessum stóru hrúgum
fyrirlít ég þig
fyrir að láta spilla þér.
hrein hvít mjúk og ósnortin
en menn spilltu þér
gengu í þér
lituðu þig með þvagi sínu
mokuðu þér af veginum í stórar hrúgur
þar sem með tímanum frostið
breytti mjúku hörundi þínu í gler
grjótinu af götunni rigndi yfir þig
og svipti þig þeim hreinleika sem eftir var
og nú þegar ég sé þig í þessum stóru hrúgum
fyrirlít ég þig
fyrir að láta spilla þér.