fönn
þú féllst af himnum
hrein hvít mjúk og ósnortin
en menn spilltu þér
gengu í þér
lituðu þig með þvagi sínu
mokuðu þér af veginum í stórar hrúgur
þar sem með tímanum frostið
breytti mjúku hörundi þínu í gler
grjótinu af götunni rigndi yfir þig
og svipti þig þeim hreinleika sem eftir var

og nú þegar ég sé þig í þessum stóru hrúgum
fyrirlít ég þig
fyrir að láta spilla þér.  
Haukur Már Hilmarsson
1983 - ...


Ljóð eftir Hauk

Stæ 303
fönn
ég sá þig sumarsvanur.
Ástkæra heimsveldi
dula haustsins
leifarnar af þér
veturinn kom
einangrun
Áning
Hríð í sólskini
Markaðsverð