Ástleitnar pælingar
Hugur minn stynjandi
undan þungum höggum
því hugsun eftir hugsun
um þig
kvelur mig

Það væri næs að
(eftir sitthvorn bollan af kaffi og kleinu)
að dýfa sér af Esjunni
ofan í báru
í hvalfirðinum
svamla svo að fjöru
með fisk í sitthvoru stígvélinu
(áttu ekki stígvél?)
þar getum við legið örmagna
hlustað á ákafan andardrátt þinn
og horft á skýin tipla
eftir himnafestingunni
þar til sólin tyllir sér glottandi
á hafið bláa hafið í fjarska.

Þá máttu kyssa mig.
 
Hörður S. Dan.
1977 - ...
um sætu stelpuna sem ég er skotinn í


Ljóð eftir Hörð

án titlils
hmm
í nótt
kona
kvöldbæn
Stund
Á röltinu meðfram miklubraut
Kraftaverk
samviska meðalmannsins
kæri veruleiki
Veruleikinn
vertu bless vinan
blikk
Ástleitnar pælingar
Dúr
Ég og þú
Hrollur hjartans
ást í veseni
Um þunglyndi
Óður til heilans
stöðugt andartak
hik
Þessvegna tala ég með hjartanu
Smá stund fyrir sjálfsmorð
heimsins minnsta ástarsamband
Gull í formi gæsar
dagur II
Mín kaldhæðna smásál
Pælingar
duttlúngar dimmunar
Minningar
Mót
Í minningu