Ástleitnar pælingar
Hugur minn stynjandi
undan þungum höggum
því hugsun eftir hugsun
um þig
kvelur mig
Það væri næs að
(eftir sitthvorn bollan af kaffi og kleinu)
að dýfa sér af Esjunni
ofan í báru
í hvalfirðinum
svamla svo að fjöru
með fisk í sitthvoru stígvélinu
(áttu ekki stígvél?)
þar getum við legið örmagna
hlustað á ákafan andardrátt þinn
og horft á skýin tipla
eftir himnafestingunni
þar til sólin tyllir sér glottandi
á hafið bláa hafið í fjarska.
Þá máttu kyssa mig.
undan þungum höggum
því hugsun eftir hugsun
um þig
kvelur mig
Það væri næs að
(eftir sitthvorn bollan af kaffi og kleinu)
að dýfa sér af Esjunni
ofan í báru
í hvalfirðinum
svamla svo að fjöru
með fisk í sitthvoru stígvélinu
(áttu ekki stígvél?)
þar getum við legið örmagna
hlustað á ákafan andardrátt þinn
og horft á skýin tipla
eftir himnafestingunni
þar til sólin tyllir sér glottandi
á hafið bláa hafið í fjarska.
Þá máttu kyssa mig.
um sætu stelpuna sem ég er skotinn í