Afi sjómaður
Hann afi á Ísó, á Öldunni bjó
af dugnaði og festu hann stundaði sjó.
Gaf okkur líf, með því sem hann úr hafinu dró
á hafinu barðist hann með sinni stóísku ró.

Að stunda sjómennsku í hálfa öld
og stjórnað af þeim sem tóku sér völd.
Þeir sem mörðu fólkið með illskeyttum anda
en aldrei tókst þeim að beygja hann Balda.

Standandi á bryggjunni og stara upp í bæ
hann verður að fara að draga lífsbjörgina úr sæ.
Það er sárt að kveðja sína með leyndu tári
það rífur í hjarta, á mann öldunar, djúpu sári.

Í lokin er það yndislega holt og bolt
að fá að vera með sitt vestfirska stolt.
Að hafa barist við Íslandshafið til að fá laun
þá er gott að fara í land og brenna sína eigin kaffibaun.
 
Jón Bergvinsson
1957 - ...


Ljóð eftir Jón Bergvinsson

Naglar
Takk
Hann
Skipið
Afi sjómaður
Á sjónum
Skemmtileg Verðlaun
Smá ljóð til Herdísar Birnu
Ó elskan
Ég er kominn