Á sjónum
Að vera á sjónum er göfugt gott
þó mörgum finnist það æðislega flott.
Krabbarnir í landi þeim leiðist mest
að missa af þessum sem okkur finnst best.

Að fara út í blámann í öryggri hönd
og sjá þar í roðanum látur og strönd.
Sjómannslífið er okkar blóð og bönd
og fara út á miðin fá að fæða önnur lönd.

Það er sjómannsins eðli að bera höfuðið hátt
þó þokan og hrokinn sendi seglin í gagstæða átt.
Gersemin okkar er hafið sem við búum við
ekki vera hræddur við að setja seglin í bið.

Hafðu þann mátt sem þér finnst best að bera
því sjórinn er góð og yndisleg vera.
Við verðum að passa hvors annars lát
því að alda getur verið hrjúf við lítinn bát.
 
Jón Bergvinsson
1957 - ...


Ljóð eftir Jón Bergvinsson

Naglar
Takk
Hann
Skipið
Afi sjómaður
Á sjónum
Skemmtileg Verðlaun
Smá ljóð til Herdísar Birnu
Ó elskan
Ég er kominn