

Súmmað inn á stúlku í gulum kjól
hún situr með bláu augun
og axlasíða ljósa hárið
á brunninum.
Hún dinglar svörtum lakkskónum
og les aftan á sjampóbrúsann
sem stóð á baðbrúninni
hún leggur hann frá sér.
Hún teygir höndina til vinstri
en grípur í tómt
undrun leynir sér ekki á
smáfríðu andlitinu.
Hún lítur í ofboði í kringum sig
en til einskis
allur pappírinn er uppurinn
í angist sinni grípur hún
í ljósa axlasíða hárið
og öskrar upp yfir sig.
Súmmað burt frá stúlkunni
í gula kjólnum með bláu augun
og skelfingarsvipinn
á smáfríðu andlitinu
hún situr með bláu augun
og axlasíða ljósa hárið
á brunninum.
Hún dinglar svörtum lakkskónum
og les aftan á sjampóbrúsann
sem stóð á baðbrúninni
hún leggur hann frá sér.
Hún teygir höndina til vinstri
en grípur í tómt
undrun leynir sér ekki á
smáfríðu andlitinu.
Hún lítur í ofboði í kringum sig
en til einskis
allur pappírinn er uppurinn
í angist sinni grípur hún
í ljósa axlasíða hárið
og öskrar upp yfir sig.
Súmmað burt frá stúlkunni
í gula kjólnum með bláu augun
og skelfingarsvipinn
á smáfríðu andlitinu