Myndin af þér
myndin af þér
gatslitin bíómynd
í svart-hvítri móðu
þar sem heilu þættirnir
hafa máðst út

myndin af þér
rykfallið málverk
er man sinn fífil fegri
af tómri órækt

myndin af þér
óttaleg ómynd
 
Helga Sverrisdóttir
1964 - ...


Ljóð eftir Helgu

Rauður snjór
Myndin af þér
Augun þín blá
Himinn og haf
Litli prinsinn
Vor
Nýr dagur
Breyttur heimur
Útkoma
Kaffitár