Augun þín blá
augun þín
glitra
sem
glansmynd
að nóttu

með blá-hvítum
fákum
sem tindra
í fjarska

og mána
fullum
af trega
yfir heimi horfnum

og mér
sem horfi
í hyldýpið

og fell
án afláts
fyrir þér
 
Helga Sverrisdóttir
1964 - ...


Ljóð eftir Helgu

Rauður snjór
Myndin af þér
Augun þín blá
Himinn og haf
Litli prinsinn
Vor
Nýr dagur
Breyttur heimur
Útkoma
Kaffitár