Nýr dagur
þögul dagrenning læðist
inn í draumana
og vekur með mjúkum
kossi

vindurinn býður
uppí dans meðan
skýin leika á létta strengi
í gráskímu morgundagsins

það rignir
mánudegi
sem aldrei fyrr
 
Helga Sverrisdóttir
1964 - ...


Ljóð eftir Helgu

Rauður snjór
Myndin af þér
Augun þín blá
Himinn og haf
Litli prinsinn
Vor
Nýr dagur
Breyttur heimur
Útkoma
Kaffitár