Himinn og haf
þótt himinn og haf
skilji okkur að
og frá mér
til þín
séu óravíddir
milli norðurs og suðurs
ertu samt svo nærri

ég loka aðeins augunum
og finn vanga þinn
við vanga minn
svo angan af þér
liggur í loftinu
eins og fjarlægt sólarlag
úti við sjóndeildarhring
 
Helga Sverrisdóttir
1964 - ...


Ljóð eftir Helgu

Rauður snjór
Myndin af þér
Augun þín blá
Himinn og haf
Litli prinsinn
Vor
Nýr dagur
Breyttur heimur
Útkoma
Kaffitár