Litli prinsinn
hélt þú værir
prins í álögum

sem hélst mér
hugfanginni lamaðri

dauðahaldi

prins
sem var
svo lítill

að ég mátti beygja mig
niður til að kyssa þig

þá varstu bara venjulegur maður
í froskabúningi

og ég var sjálf
í álögum
 
Helga Sverrisdóttir
1964 - ...


Ljóð eftir Helgu

Rauður snjór
Myndin af þér
Augun þín blá
Himinn og haf
Litli prinsinn
Vor
Nýr dagur
Breyttur heimur
Útkoma
Kaffitár