

hélt þú værir
prins í álögum
sem hélst mér
hugfanginni lamaðri
dauðahaldi
prins
sem var
svo lítill
að ég mátti beygja mig
niður til að kyssa þig
þá varstu bara venjulegur maður
í froskabúningi
og ég var sjálf
í álögum
prins í álögum
sem hélst mér
hugfanginni lamaðri
dauðahaldi
prins
sem var
svo lítill
að ég mátti beygja mig
niður til að kyssa þig
þá varstu bara venjulegur maður
í froskabúningi
og ég var sjálf
í álögum