Maður í lífinu
Ljóð hafa aldrei komið lífi mínu mikið við.
Ég hef heldur aldrei haft þolinmæði
til þess að skrifa dagbækur.
Mér leiðast innihaldsrík og löng samtöl
og get ómögulega lesið bækur.
Tónlistin í dag er of hávær.
Bílprófið er of erfitt.
Laun eru of lág.
Tengdamömmur taka allan glansinn af ástinni.
Börn eru hress en vitlaus.
Ég fæ hausverk ef ég sef of lengi
og það er ekkert þess vert að vakið sé yfir þvi.
Pólitík er flökurleikavekjandi og peningar eru skítugir og alltof fáir.
ÉG gersamlega hata
neikvætt fólk.
Ég hef heldur aldrei haft þolinmæði
til þess að skrifa dagbækur.
Mér leiðast innihaldsrík og löng samtöl
og get ómögulega lesið bækur.
Tónlistin í dag er of hávær.
Bílprófið er of erfitt.
Laun eru of lág.
Tengdamömmur taka allan glansinn af ástinni.
Börn eru hress en vitlaus.
Ég fæ hausverk ef ég sef of lengi
og það er ekkert þess vert að vakið sé yfir þvi.
Pólitík er flökurleikavekjandi og peningar eru skítugir og alltof fáir.
ÉG gersamlega hata
neikvætt fólk.