Maður ríður vini sínum

Vegurinn rennur undan mér
og ég renn með rútunni.

Ég er orðinn svo vanur að fara
að mér finnst ég
varla hafa verið
nokkurstaðar
lengur.

Ég var varla kominn út
úr henni í morgun þegar
ég þaut af stað
-afkynlífaður, náði ekki að pakka
-það er eitthvað fjári óréttlátt
við að fá ekki burstaðar í sér
tennurnar að morgni dags.

Og hér er ég mættur í nýtt land
og hér er rúta utanum plussklætt rauðsæti
og hér eru stórar rúður undir landslagið.

Hér er ekki jafn grýtt en svei mér þá
ef trén eru ekki fleiri.

Ég sé ekki neitt fyrir trjátoppum.

Er það þá hingað sem ég er horfinn?
Í þetta skiptið?
Ekki það ég kvarti.
Þetta er ágætt.

Í gær drakk ég frítt
í morgun svaf ég hjá
og í dag er ég
farinn.
 
Eiríkur Örn Norðdahl
1978 - ...
Úr ljóðabókinni Heimsendapestir (Nýhil, 2002). kolbrunarskald@hotmail.com


Ljóð eftir Eirík Örn Norðdahl

Öll konan
Esjan (með allt á hornum sér)
Bróðir minn (e)
Job af skáldi
Sexær drápa fyrir Sölva Björn Sigurðarson -ort undir finnskum tregahætti
Nafnlaust
Í leikhúsi (drög að frumvarpi)
Tígrar eru töff
Glápt
Ástir og ananas
Að frelsa heiminn
Ekki þessi orð
Hver má muna sitt fífl fegurra?
...og orðið var Clint
Heimsendapestin
[Nafnlaust] nr. 2
Varir skáldsins
Það er skuggsælt bakvið skítinn
Gull
Maður ríður vini sínum