Úr Sögu(m)óð(um) Þorgeirsvaka
Kristnitaka
Kappa Þorgeirs vaka
Þá rann hraun
Þessi raun
Að setja sið
Er lútum við

Barmi á
Baráttu þá
Þjóð í tvennt
Þáði sent
Boð og bönn
Björg í lífsins önn

Þingvöllum á
Þjóð sat hjá
Hlýddi
Honum er ei orðum skrýddi
Betri lög
Bætt lífs drög

Neyddi
Noregs konungur eyddi
Von þeirra er skilja
Vilja
Lýðfrelsi
Laust við helsi

Viðskiptum skal halda
Vil ei kreppu valda
Eitt yfir alla skal ganga
Alla stutta og langa
Litil drög
Lög eru lög

Annars er
Óvíst hvort hér
Siður
Sama er og friður
Mætur guð
Minna puð

Barna útburður
Bless og Urður
Kjömsum ei
Klárakjöt - svei
Heiðin blót
Hættum með slík mót

Nema gert sé í leyni
Nágranninn ei slíkt reyni
Svona sið
Skulum við
Temja okkur nú
Treysta okkar bú

Heim þeir héldu
Höfðingjar skírðust í keldu
Sína fornu vini
Sjálfa Óðinn og syni
Kastaði í fossinn
Kristni fyrsti Þorgeirs kossinn  
Fr. J. Áls
1977 - ...
Þingvellir júní 2000
og
ný Frægðarsól Týs í formi aðdáenda á Færeyskum tónleik, Íslandi mars 2002,
ríma saman við hugarflug.


Ljóð eftir Fr. J. Áls

101 RVK - 17. júní 2001
Óspakseyri
Rækjuregn -bara ef svo væri
Bitlingamaðurinn
Frjáls samkeppni ehf.
lofið orðið orð
Samhengi mótsagna
æði - gæði - hæði
Ungfrú Akureyri???
Eðalguðaveigar eður eitur?
G - Súr(s)
XXX-naz á ferð um landið
Göfga öfgar ?
Þrætugirni
Argaþras um arf
slæmar fréttir að utan
Fyrsta skrefið
Til tölvunnar, kerfisins og starfsfólksins
Spurningur
Úr Sögu(m)óð(um) Þorgeirsvaka
Úr Sögu(m)óð(um) ævintýrið ákveðið
Úr Sögu(m)óð(um) þrengingar
Qýz - Cauz - Kozið
Hljóðneminn á Austurvelli opinn
Úr sögu(m)óð(um) pústrar, ærsl og læti
Kosningarétturinn heiðraður á kvenréttindadegi
Stofnfundarstaka
Mulningur
Yfirlegulaust
Héraðið
Nokkurn vegin
Pakkhússsyndir
Vinir
Örari
Þú, fyrir þig, handa þér, til þín
Dalurinn svell kaldi
Mázatlan
jóðl Kela kalls Flóka-nafna
Ingólfsfóstur