Dagur í lífinu.
Þeir sungu \"When I\'m sixtie four\"
snillingar léttir í lundu
heilluðu alla sem hlustuðu á
og hljómana sígildu fundu.

Í stúdeó Apple ég staddur var
og stundin er heilög í minni
það hljómar enn í höfði mér
himneskur söngur þar inni.

Ég vaknaði upp við vænan draum
en vissi að ég var bara heima
og lét því í spilarann \"Let it be\"
svo ljúft mig fór aftur að dreyma.

Mig dreymdi um daginn í lífinu
og drengina sá ég í anda
syngjandi \"We can work it out\"
vinirnir okkur til handa.

 
Haraldur Haraldsson
1954 - ...
Tileinkað "Fab four"The Beatles


Ljóð eftir Harald

Úr myrku djúpi
Ævintýri.
Jólavísur
Kveðja heim
Dagur í lífinu.
Óður til æskustöðva
Verslunarmannahelgin.
Lífið
Kjartan bóndi
Tryggðarbönd
Minning.
Til mömmu
Jólavísa
Hjá þér ríkur ég er
Tréð mitt í garðinum
Hugleiðing sjóarans
Betra Líf
Nýtt líf
Landið mitt
Trúarljóð
Landið mitt fagra
Ríkisstjórn (Til minningar)
Haust
Jólavísa 2010
Lækurinn
Vagga Lífsins
Sorg.
Haust.'22
Öspin.
8 júlí 2024