Taugaflog
Nagaðu á mér heilabörkinn
skrapaðu úr mér mænuna
sjúgðu inn í eyrun á mér
með ryksugu.

Sláðu mig með hækju
og ristu mig sundur
með rafmagnssláttuvél
í hjáverkum
á lóðinni.

Ég var að vonast eftir
að þú myndir hringja.  
Páll Svansson
1964 - ...


Ljóð eftir Pál Svansson

Játning
Taugaflog
Lífið og hann
Andartaks gleði
Svefnleysa
Marbendill
Í nótt
Skil
Fullkomin
Vindurinn