Lífið og hann
Með óslökkvandi þrá,
með gegnumgangandi eftirsjá,
með lífið eins og titrandi písk
í reiddri hendi
sogar hann í sig andartakið
eins og drukknandi maður.

hann skilur við sig
minningu um söknuð
eftir framtíð
sem aldrei varð.

hann og lífið
eru aftur eitt  
Páll Svansson
1964 - ...


Ljóð eftir Pál Svansson

Játning
Taugaflog
Lífið og hann
Andartaks gleði
Svefnleysa
Marbendill
Í nótt
Skil
Fullkomin
Vindurinn