Svefnleysa
þreyttur kem ég
heim um kvöld
minnist þín svo
undir svefninn
ímynda mér
alls kyns vitleysu
að þú verðir
ástfangin af mér
vegna einstæðra
mannkosta minna

ég vakna snemma
bölva þér í hljóði
að láta mig
tapa svefni
dreyma vakandi
skotinn í hjartanu
og hjartað í buxunum
ástfanginn
aftur
 
Páll Svansson
1964 - ...


Ljóð eftir Pál Svansson

Játning
Taugaflog
Lífið og hann
Andartaks gleði
Svefnleysa
Marbendill
Í nótt
Skil
Fullkomin
Vindurinn