Marbendill
Þú hylur mig í nóttinni
líkt og hafið
hylur sjávarbotninn

Þú faðmar mig
líkt og aldan
faðmar fjöruna

Og er mig dreymir
vaggar þú mér
eins og hafið
vaggar mánanum

Á morgun
þegar fjarar út
vil ég breytast
í marbendil  
Páll Svansson
1964 - ...


Ljóð eftir Pál Svansson

Játning
Taugaflog
Lífið og hann
Andartaks gleði
Svefnleysa
Marbendill
Í nótt
Skil
Fullkomin
Vindurinn