Í nótt
Eitt sinn læddist ég
innan um sólargeisla,
klauf steina með ástinni,
dró regnið niður úr skýjunum
og lét vindinn flæða um fætur þér.

Eitt sinn teygði ég mig
handan við sjóndeildarhringinn,
færði þér dagsbirtu í lófann,
festi himintungl við höfuð þér
og elti þig til dögunar.

Eitt sinn urðum við viðskila yfir nótt
og ég fann þig steingerða um morgun
- en hjarta þitt sló enn.

Í nótt þeyti ég tárum til stjarnanna
Í nótt leita augu mín innávið
Í nótt rek ég slóðir hjarta þíns
til hjarta míns.  
Páll Svansson
1964 - ...


Ljóð eftir Pál Svansson

Játning
Taugaflog
Lífið og hann
Andartaks gleði
Svefnleysa
Marbendill
Í nótt
Skil
Fullkomin
Vindurinn