Skil
Mig hefur langað
að grípa um skýin
á þessum morgni
þegar hver andardráttur
fyllir mig ótta
- svífa með þig burt ástin mín
því hvorugt okkar
lifir morguninn af  
Páll Svansson
1964 - ...


Ljóð eftir Pál Svansson

Játning
Taugaflog
Lífið og hann
Andartaks gleði
Svefnleysa
Marbendill
Í nótt
Skil
Fullkomin
Vindurinn