Andartaks gleði
Hálfrökkur á gólfinu
í andliti hvers og eins
eitthvað sem ég fíla ekki

endalaus leiði
dregur mig hingað
með klær sem vilja rífa
andleysi mitt í agnir

Rífðu mig niður
ég mun sameinast þér
fyrir andartaks gleði

að hafa fundið þig
uppurið þig
yfirgefið þig
 
Páll Svansson
1964 - ...


Ljóð eftir Pál Svansson

Játning
Taugaflog
Lífið og hann
Andartaks gleði
Svefnleysa
Marbendill
Í nótt
Skil
Fullkomin
Vindurinn