Verslunarmannahelgin.
Vinnukonurnar hamast á rúðunni
vindurinn blæs að sunnan
og vinirnir sem átti ég forðum
þeir vaka um nætur og vonin sem grætur
veit að ég einskis sakna.
Hvort verslóhelgin í ljóma verði okkur til sóma
víst bak við einhvern runnan
vinir hvíslast á orðum
þá guð einn það veit hvað gleðin var heit
og hvað gott var að morgni að vakna.
Nú einn er ég húki og inni er púki
ég öfunda ei þunnan
með allt sitt úr skorðum
Ég elska að vakna og einskis að sakna
er ástin mig vekur öðruvísi en forðum.