

Þegar laufin á trjánum
dansa á óáhugaverðan hátt
þá flytja sig fjórir hrafnar
um set í himninum.
Litlaus fiðrildi felast
meðal lítilfjörlegra flugna
á húsveggjum í borg.
Sólin sest í þoku
litirnir eru daufir.
Myrkrið getur ekki
fyrir nokkurn mun
ákveðið hvenær það
ætlar sér að breiða
teppi yfir ljósið.
Haustið lætur bíða eftir sér.
dansa á óáhugaverðan hátt
þá flytja sig fjórir hrafnar
um set í himninum.
Litlaus fiðrildi felast
meðal lítilfjörlegra flugna
á húsveggjum í borg.
Sólin sest í þoku
litirnir eru daufir.
Myrkrið getur ekki
fyrir nokkurn mun
ákveðið hvenær það
ætlar sér að breiða
teppi yfir ljósið.
Haustið lætur bíða eftir sér.
Ég bíð.