Kvíði
Þessi tilfinning,
djúp og dökk
hún togar
sleppir ekki.
Hjartað hverfur
í hyldýpi myrkurs.
Ég finn fyrir dimmunni.
Ljótar myndir
í höfðinu á mér.
Ég vil ekki vera svona.
Ég neita að vera svona.
Er svona samt.
Af hverju hættir
þetta ekki?
Draugar fortíðarinnar
þeir ásækja mig.
Reyna að segja mér fyrir verkum.
Sólin skín ekki í hjartanu.
Hún þykist skína í brosinu.
En glampinn af gervi ljósi
glæðir ei varma í sál.  
Halla
1987 - ...
Ég fæ stundum kvíðakost, svona finn ég fyrir þeim.


Ljóð eftir Höllu

Spurningar
Enskur svefn
Löngun
Minningar
Regla í óreglu
Brot úr sálinni
Kvíði
Örvænting
Framtíðin
Öll erum við einstaklingar
Beðið eftir haustinu