Beðið eftir haustinu
Þegar laufin á trjánum
dansa á óáhugaverðan hátt
þá flytja sig fjórir hrafnar
um set í himninum.

Litlaus fiðrildi felast
meðal lítilfjörlegra flugna
á húsveggjum í borg.

Sólin sest í þoku
litirnir eru daufir.

Myrkrið getur ekki
fyrir nokkurn mun
ákveðið hvenær það
ætlar sér að breiða
teppi yfir ljósið.

Haustið lætur bíða eftir sér.  
Halla
1987 - ...
Ég bíð.


Ljóð eftir Höllu

Spurningar
Enskur svefn
Löngun
Minningar
Regla í óreglu
Brot úr sálinni
Kvíði
Örvænting
Framtíðin
Öll erum við einstaklingar
Beðið eftir haustinu