Öll erum við einstaklingar
Tilveran er full af ófelldum tárum
líkaminn alsettur allskonar sárum.
Hugurinn geymir minningar
ógleymdar eldgamlar þjáningar.

Hver einasta einstaka hugsandi sál
er það stærsta, heitasta, brennandi bál
í sínum eina eigin heimi,
í þessum stóra alheims geymi.

Hvað ætli alla hina dreymi?  
Halla
1987 - ...
Skrifað handa vinkonu minni, Lísu.


Ljóð eftir Höllu

Spurningar
Enskur svefn
Löngun
Minningar
Regla í óreglu
Brot úr sálinni
Kvíði
Örvænting
Framtíðin
Öll erum við einstaklingar
Beðið eftir haustinu