Minningar
Þrátt fyrir fólkið sem segir mér að þegja
held ég áfram að tala
ég þarf að skapa minningar
því minningarnar eru eldurinn
og mér er alltaf svo kalt.

Hver skildi gluggan eftir opinn?
Hver gleymdi að setja rúðu í rammann?
Rangt fólk verður fyrir rangri sök
Þú getur ekki bara falið þig undir teppi.
Eldurinn er heitari.

Þú verður samt að varast
að brenna burt heildina,
heildin er það sem heldur í okkur í lífinu.
Hvað með hálfa fólkið?
Er eldurinn þeirra ekki jafn heitur?  
Halla
1987 - ...
Innblásið af skrifum um fyrstu minningu mína.


Ljóð eftir Höllu

Spurningar
Enskur svefn
Löngun
Minningar
Regla í óreglu
Brot úr sálinni
Kvíði
Örvænting
Framtíðin
Öll erum við einstaklingar
Beðið eftir haustinu