Örvænting
Öskraðu. Fólk heyrir.
Það er löngu hætt
að gera nokkuð í því.

Á vit einmanaleikans
á vit þagnarinnar.
Hver á að koma
færandi hendi
þegar fingurnir
eru hættir að grípa.
Þegar fingurnir
eru hættir að vera.  
Halla
1987 - ...
Það er eitt verra en illska, og það er að vera 'alveg sama'.


Ljóð eftir Höllu

Spurningar
Enskur svefn
Löngun
Minningar
Regla í óreglu
Brot úr sálinni
Kvíði
Örvænting
Framtíðin
Öll erum við einstaklingar
Beðið eftir haustinu