Sunnudagsnótt
Í garðinum miðjum
svigna greinarnar
af frjósemi

Bjarg bifast

Í líkklæðum
rís morgundagurinn
rósinfingraður

Framandi smiður
neglir hann miskunnarlaust
við sjóndeildarhringinn
með dularfullum ávexti

Þessi maður er að gera út af við mig

Sagði sólin

Og settist  
Rúnar Þór Þórarinsson
1973 - ...


Ljóð eftir Rúnar Þór Þórarinsson

Sunnudagsnótt
Í djúpinu...
Kviknun
Litla stúlkan við tjörnina
Gestur
Bensín
Kossinn
Hljóðfæraleikararnir
Íshjartað
Trúfélag hf.
Enn einn dagurinn
Helena missti af skipinu til Heidelberg
Samantekt