Í djúpinu...
Á botni lítillar tjarnar
liggja svartir steinar
og horfa gegnum tárin

Stormurinn gárar
skálarnar fyllast
bráðnandi fönn

Gegnum bergfléttu
mosa og gránað hrím
skín myrkrabrunnur

<i>Get ég nokkurn tíman fyrirgefið ykkur?</i>

Spurði hann
og drakk í sig
beiskan sólroðann
 
Rúnar Þór Þórarinsson
1973 - ...


Ljóð eftir Rúnar Þór Þórarinsson

Sunnudagsnótt
Í djúpinu...
Kviknun
Litla stúlkan við tjörnina
Gestur
Bensín
Kossinn
Hljóðfæraleikararnir
Íshjartað
Trúfélag hf.
Enn einn dagurinn
Helena missti af skipinu til Heidelberg
Samantekt