Kviknun
Handan við gráan ís
og frosin tún
í fjarlægu herbergi
var autt blað
ég skrifaði
logandi ljóð
og við horfðumst í augu
mjúkur ljómi
teygði sig
í draum
gegnum glugga,
brakandi hveitiakra
og yfir lygna tjörn
 
Rúnar Þór Þórarinsson
1973 - ...


Ljóð eftir Rúnar Þór Þórarinsson

Sunnudagsnótt
Í djúpinu...
Kviknun
Litla stúlkan við tjörnina
Gestur
Bensín
Kossinn
Hljóðfæraleikararnir
Íshjartað
Trúfélag hf.
Enn einn dagurinn
Helena missti af skipinu til Heidelberg
Samantekt