Bensín
<i>Tuttuguogfjórir sléttir</i>

Þvalar hendur
Glansandi augu

Í speglinum

Þrjú frjókorn
Engin mold

<i>Passlegt</i>

drafaði blómið
og hélt
út í veturinn  
Rúnar Þór Þórarinsson
1973 - ...


Ljóð eftir Rúnar Þór Þórarinsson

Sunnudagsnótt
Í djúpinu...
Kviknun
Litla stúlkan við tjörnina
Gestur
Bensín
Kossinn
Hljóðfæraleikararnir
Íshjartað
Trúfélag hf.
Enn einn dagurinn
Helena missti af skipinu til Heidelberg
Samantekt