

Handan við gráan ís
og frosin tún
í fjarlægu herbergi
var autt blað
ég skrifaði
logandi ljóð
og við horfðumst í augu
mjúkur ljómi
teygði sig
í draum
gegnum glugga,
brakandi hveitiakra
og yfir lygna tjörn
og frosin tún
í fjarlægu herbergi
var autt blað
ég skrifaði
logandi ljóð
og við horfðumst í augu
mjúkur ljómi
teygði sig
í draum
gegnum glugga,
brakandi hveitiakra
og yfir lygna tjörn