Fórnin
Til lífsins er fórnað
lífgjafanum sem gekk dauðanum á hönd.
Skrýdd rauðu gekk inn
fylgd tveimur stærstu faðmlögunum.
Lagðist á stallinn
ljósið litað rauðu af þeirri sem var hér áður.
Maðurinn í grænu sveiflar sverðinu
og ég man ekki meir
ekki fyrr en maurarnir skriðu
á mér allri.
Leg orðið að legstað
þar hvíla börnin sem aldrei urðu
En ég lifi.
lífgjafanum sem gekk dauðanum á hönd.
Skrýdd rauðu gekk inn
fylgd tveimur stærstu faðmlögunum.
Lagðist á stallinn
ljósið litað rauðu af þeirri sem var hér áður.
Maðurinn í grænu sveiflar sverðinu
og ég man ekki meir
ekki fyrr en maurarnir skriðu
á mér allri.
Leg orðið að legstað
þar hvíla börnin sem aldrei urðu
En ég lifi.
Ég greindist með krabbamein og fór í legnámsaðgerð stuttu áður en ég skrifaði þetta.